Ráðstefnan í Prag.

11212362_10153174589630659_2102865460_n

Góðan daginn.

Stóri dagurinn runnin upp.
Dagurinn sem mín grúbba lætur ljós sitt skína.
Við erum skilgreind sem :The EASO Patient Council ….“is a group of representatives from the European Association for the Study of Obesity national membership associations“

Þeta er mikill heiður fyrir mig.
Og að fá að vera þáttakandi í svona stóru verkefni sem er mér einstaklega kært.
Hef sjálf barist við offituna nánast allt mitt líf.
Þannig að hitta aðra í sömu sporum frá mörgum löndum Evrópu og fræðast um hvað er í boði í þeirra löndum fyrir offitu sjúklinga.
Hvernig eru málin í fleiri Evrópu löndum í sambandi við fordómana.
Viðgerðir á líkama eftir gríðalegt kílóatap….hvað er í boði í löndum Evrópu.
Við erum frekar aftarlega á Íslandi í öllum flokkum tengt offitunni.
Portúgal er eina landið sem viðurkennir offituna sem sjúkdóm.
Og stórt hrós til þeirra fyrir að berjast með sanngirni.
Flest öll hin löndin eru komin langt á leið með þetta ferli.

Við erum um 15 lönd stödd hér á ráðstefnunni í minni grúbbu.
Erum aðeins fleiri í allt en ekki gátu allir komið í ár.
Flest okkar hafa barist við ofituna í all langan tíma.
Mismunandi stigum ….jú eins og við erum allskonar eigum við öll okkar sögu.
Mörg í hópnum hafa farið í magaaðgerðir til að halda lífi.
Og mörg þeirra bíður erfitt verkefni að fara í uppbyggingu og viðgerðir á líkama eftir oft gríðalgegt þyngartap.
En sjaldan hef ég hitt aðra eins grúbbu….fulla af lífi og jákvæðni 🙂
Öll viljum við léttara líf.
Bæði í anda og líkama.
Við viljum virðingu ❤
Að komið sé fram við fólk með virðingu í sama hvaða þyngdarflokki við erum.
Við hér á Íslandi erum ekki eina þjóðin að berjast við offituna hún er allstaðar.
Þjóðirnar sem eru hér í dag með mér eru: Svíðþjóð, Ísland, Ungverjaland, Holland, UK, Írland, Belgía, Portúgal, Þýskaland, Pólland, Tekkland, Frakkland.

Við erum stækkandi hópur 🙂
Og munu fleiri þjóðir bætast við ráðið með komandi árum.
Mörg af þessum einstaklingum vinna fulla vinnu við sín samtök.
Samtök offitusjúklinga.
Við höfum ekki slík samtök á Íslandi að ég viti.
En mikið væri nú gaman að mynda slík samtök.
Því öflugri sem við erum fáum við meiri sanngrini og virðingu.
Öll fræðsla er af hinu góða.

Jæja ég verð að koma mér af stað 🙂
35 min gym í morgunsárið.
Þá aðalega á einhverju stigtæki….sem ég hef tekið ástfóstri við 🙂
Aðeins jú rifið í lóðin…því ekkert er betra þegar að maður veit að langur dagur við setu sé framundan að styrkja efri partinn.
Aldrei að gleyma hreyfingunni 🙂
Og aldrei betra en að fá að vera nánast „palli einn í heiminum“ á hótel gymi 🙂

Morgunverðarfundur núna og í framhaldi af því er farið inn í ráðstefnuhöllina og málin rædd.
Í dag fáum við líka dag tvö við „media training“
Mjög skemttilegur þáttur af þessu öllu.

Njótið dagsins ❤

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s