Kerfinu þarf að breyta.

11063328_10153067805115659_990961040_n

Góðan daginn.

Já í dag eru kannski myndir ekki fyrir viðkvæma.
En þetta er mynd sem sýnir svart á hvítu afleiðingar sjúklegrar offitu.
Þangað var ég komin.

Í dag get ég klætt mig í nánast hvað sem er og brosað 🙂
Agalega fín og sæt.
En þannig líður mér ekki.
Ég er offitu sjúklingur.
Jú í bata og vinn hörðum höndum við að leiðrétta margra ára ofbeldi ….ofbeldi sem ég framkvæmdi alveg sjálf .
Ég borðaði mig nærri í gröfina.
Ég misþyrmdi líkamanum mínum .
Að tala svona obinskátt um þetta er mín aðferð til að leifa fólki sem stefnir á þennan stað sem ég var komin að staldra aðeins við.

Það tekur langan tíma að vera komin á þann stað sem ég var komin á.
70 kílóum of þung!
Að lifa með þessi kíló….er ótrúlega erfitt líf.
Og lífið i dag er svo miklu léttara á svo margan máta….en samt er lífið ekki mikið öðrvísi 🙂
Ég er bara ég 🙂

Í dag borða ég mig ekki lengur í gröfina.
Ég borða af mér kílóin.
Og ég hreyfi mig til að styrkja líkamann minn.
Búin að missa rúmlega 50 kíló…..nærri 60 ef vel er talið.
Ég á um 12 kíló eftir.
Og þau eru spari kílóin mín 🙂
Eitthvað verður maður nú að vinna áfram með 🙂
Og ég er ekkert að fara svelta þessi aukakíló af….heldur dekra þau í burtu með góðum mat, hreyfingu og björtu hugarfari 🙂

Þessi aðgerð sem ég fór í var sem læknar kalla „meiriháttar aðgerð“
Og rúmir tveir mánuðir síðan .
Þetta var ekki bara lítil krúttleg svuntu aðgerð ( eins og það geti einhverntímann verið eitthvað krúttlegt )
Heldur fór ég í meiriháttar lagfæringu og leiðréttingu.
Risastórt kviðslit lagað….og ég glími ennþá við það í dag.
Hægur bati…því þetta var stórt og mikið kviðslit.
Þá voru kviðvöðvar saumaðir saman, fitusog og stór svuntuaðgerð framkvæmd.
Skurðurinn nær næstum allan hringin….rétt bakið sem slapp.
Nýr nafli var búin til.
Fékk drep í naflann og er loksins búin að ná bata í naflakrúttinu 🙂
Hann var ekki að gera sig þessi elska….en er bara nokkuð krúttlegur í dag.
Stóri fæðingarbletturinn sem er við hliðina á naflanum….var rétt fyrir neðan brjóst áður.
Skinnið var skorið af….og togað saman og saumað saman….þannig að allur maginn hefur togast til.

Já afleiðingar offitunar eru ekkert grín.
Í dag er ég öll að koma til.
Það er ekkert grín að fara í svona stóra aðgerð og halda gleðinni 🙂
En allt er hægt !
Og bara aldrei gefast upp 🙂
Og í dag er ég byrjuð í Heilsuborginni aftur .
Hægt og rólega 🙂

Í dag vil ég berjast fyrir betri aðstöðu fyrir okkur offitu sjúklinga.
Við fáum ekki að fara í svona aðgerðir í gegnum sjúkratrygginga.
Og eru þessar aðgerðir gerðar á einkastofum út í bæ.
Þú ert skorin að morgni….þú ert farin heim að kvöldi.
Alveg sama hvað .
Því einskastofan er opin á skrifstofutímum.
Og ég get hreinlega ekki lýst hryllingnum að komast af skurðaborðinu og inn í einkabíllin seinnipartinn….og komast inn í rúm og hríðskjálfa.
Næstu dagar á eftir aðgerðina eru mér í þoku.
Með bullandi hita og skjálftaköst.
Ég var með þessi dren hangandi útúr líkamanum í 9 daga eftir aðgerð.
Fullt af blóði og líkamsversum.
Engin aðstoð nema frá fjölskyldu og vinum…og það er erfitt fyrir fjölskylduna að horfa upp á mömmu sína svona veika.
Liggja í rúminu með stykki undir sér….því blæðingarhætta og drena vesen er ekkert grín.
Fyrir mitt leiti á þetta ekki að eiga sér stað.
Fólk í svona ástandi á að vera undir læknishendi fyrstu allavega tvo sólarhringana.
Minn læknir var með mig í beinni…hann svaraði símanum og hringdi í mig daglega.
Hann fylgdist vel með mér ….en það var allt í gegnum síma.
Hann hefur ekki aðra aðstöðu en það.
Afhverju fá þessir færu læknar ekki að gera svona stórar aðgerðir inn á spítölum!!
Já offitan er skömm.
Við offitu sjúklingarnir erum fyrir.
Eigum bara að mjókka..og brosa 🙂
En eftir svona tugi kílóa þyngdartap þarf líkaminn leiðrettingu.
Og þótt ég sé búin í minni aðgerð eru margir í minni biðröð.
Og bíða aðgerðar…..þetta er bara fyrir TÖFFARA að ganga í gegnum!
Það þarf að breyta kerfinu.
Og því verður ekki breytt nema að okkar raddir heyrast.
Þessu má deila…sem lengst svo að þetta berist kannski til þá sem hafa eyrun til að hlusta og geta breytt.
TAKK ❤

Njótið dagsins.

2 athugasemdir við “Kerfinu þarf að breyta.

  1. Eg er sammála þér þeð er alveg skelvilegt að senda fólk heim samdægurs Búin að ganga i gegnum svuntuaðgerð og laga brjóstin sem héngu en var svo heppin að litadeildin var opin þá þetta var gert i tveimur aðgerðum og heppin eg fékk engar komblikasionir Gangi þér vel og góðan bata. Mér finnst svo gott að fylgjast með þér það styður svo vel við mig og eg veit við marga aðra

    1. Já svo mikið satt þetta er bara skelfilegt að senda fólk heima sama hvað ….
      Og frábært að heyra að þú hafir fengið inni með þínar aðgerðir 🙂
      Munar öllu.
      Og til hamingju með að vera búin að þessu 🙂
      Og takk fyrir falleg orð og vera með á síðunni og fylgjast með ❤

Skildu eftir svar við Sólveig Hætta við svar