Ævintýri Marokkó hjá Salt Eldhús.

11119357_10153183250660659_2072420356_n

Kvöldmaturinn.

Ég er svo mikill matarperri 🙂
Elska mat sem er hreinn og góður….með góðu bragði og fersku hráefni.
Langaði að bæta við mig smá þekkingu 🙂
Og skelti mér í Salt eldhús​ og á námskeið í Maróskum mat.
Þar var yndislegur maður að nafni Hadjir sem fór með okkur í ferðalag um matarmenningu landa hanns.
Hann leyfði okkur að prufa öll dásamlegu kryddin sín sem mamma hanns blandar í sól og sumri í Marokkó.
Og eins og þið flest vitið er ég algjör kryddkona…svo þetta var ævintýri 🙂

Lýsingin á matnun…..
Marókkóskur matur er orðinn mjög vinsæll um heim allan. Hann er talinn hollur og góður og er aðeins sterkari á bragðið en réttir frá mið-austurlöndum almennt. Fjölbreytt krydd gefur matnum mikið bragð og hann ber einnig keim af sitrónumarineringu, ólívu olíu og þurrkuðum ávöxtum. Chilli pipar er notaður eftir smekk.

Við smökkuðum lamb, fisk, kjötbollur, ævintýralegt salat, gús gús, paprikusalat…..og allskonar.
Svo var okkur kennt að leggja sítrónur í lög…sem maður notar svo börkin af sítrónni sem krydd.

Í lokin var okkur boðið upp á grænt te….að sið Marokó manna.
Fyrir minn smekk full sætt.

En maturinn var algjört æði .
Allur maturinn hreinn og án aukaefna 🙂
Mæli með þessu námskeiði.
Veit samt ekkert hvort verður í boði aftur….en ef þið sjáið augl. þá skella sér 🙂

Ég er pakksödd og sæl ❤
Takk fyrir mig Hadjir og Salt eldhús.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s