Dagur átta.

10934759_10152925935665659_1801428165_n

Góðan daginn .

Jæja dagur átta….dagur átta eftir stóra aðgerð.
Aðgerðin sem ég hafði beðið eftir …ja kannski í nokkur ár.
En áður en svona stór aðgerð er framkvæmd eru nú annsi mörg atriði sem þurfa smella saman.
Að fara í svuntuaðgerð getur verið allskonar.
Frá því að vera bara smá fegurðaraðgerð upp í svona aðgerð eins og ég fór í .
Nauðsyn svo hægt sé að halda áfram því góða sem ég hef verið að gera fyrir sjálfa mig.
Eftir að hafa verið allavega 60 kíloum of þung.
Reyndar 70 kílóum…því ég ætla niður um 10 kíló í viðbot.
Að þá er ýmislegt sem hefur farið illa í líkamanum.
Og kviðurinn minn var illa farin….bæði að innan sem utan.
Ég mun kannski með tímanum geta sýnt ykkur myndir af þessu öll.
En það er ekki komin tími á það ennþá….mér mjög erfitt ennþá.

Hvað er hún að tala um….hugsa margir nú „hún sem er nú bara orðin svona fín“
Það er hægt að fela ýmislegt 🙂
En ég gat ekki lengur falið vanlíðanin sem fylgir svona stórri svuntu og maga sem bara hékk….með engu haldi.
Útþanin kviður „Nei jumin ertu komin af stað“ ….jú kannski krúttlegt að heyra ef þú ert komin af stað 🙂
En þegar að nágranninn minn spurði mig yfir trén fyrir 2 árum….þá var ég 44ára hvort ég væri bara komin svona langt 🙂
Það er bara ekki cool.
Því þetta var bara ég……minn stóri magi sem ekki var hægt að fela lengur.
Með því að léttast um rúm 50 kíló gat ég falið þetta betur.
Ætli ég eigi ekki um 20 aðhaldboli og strekkingartæki …..allavega aðhalds næró og aðhalds leggings.
Sumt er vesen að komast í.
Annað er vesen að komast úr…..sumt fær mann til að hætta anda.
Það sem mig hlakka til að koma þessum „hryllings klæðnaði á dyr“
Jú …allavega flestum 🙂

Já dagur átta.
Þetta er allt búið að gerast svo hratt..en samt búið að taka nærri 3 ár.
Það verða komin 3 ár í vor síðan að ég byrjaði í Heilsuborginni.
Ég var búin að „megra“ mig um nokkur kíló á hörkunni áður en ég kom mér í prógramm hjá Heilsuborg.
En eftir að ég kom til þeirra …fóru hlutirnir að gerast.
Ég fór að finna að ég gæti jafnvel snúið við blaðinu og byrjan hreinlega upp á nýtt með sjalfa mig.
Og sá að ég gæti kannski virkilega létt mig og haldið því við.
Þessi þrjú ár…..já nærri þrjú ár.
Og þá komum við aftur á degi átta.
Í dag er vigtin mín að sýna mér einhverjar tölur sem ég þekki ekki.
Hef ekki séð í fjölda ára.
Líkaminn minn er að komast í form.
Ég er búin að vinna að þessu með þvilíkum lífsstílsbreytingum.
Og þegar að ég fékk grænt ljos á svuntuna mína…..þá varð ég ennþá ákveðnari.
Ég ætla að gera þetta alla leið.
Ætla að verða hraust.
Heilbrigð og sátt.
Algjörlega snúa við blaðinu.
En svo koma oft smá hnökrar .
Og þegar að ég fór í svuntuna mína kom i ljós að kviðurinn minn var verr farin en hin venjulega svuntuaðgerð gæti talist til.
En sem betur fer fór ég til einn sá besta lækni sem völ er á þessu sviði hér á landi.
Hann vissi hvað ætti að gera og gerði við meira en bara svuntu.
Hann saumaði upp kviðvegginn minn.
Hann gerði við risa stórt kviðslit sem var farið að há mér.
Ég var samt svo lokuð fyrir því að þetta kviðslit væri eitthvað mál.
En dagur átta.
Ég er semsagt á degi átta eftir þessa stóru aðgerð .
Aðgerð sem var gerð á mér vegna þess að ég er offitu sjúklingur.
Alveg sama hvaða vigt ég mun komast í….verð ég samt offitu sjúklingur.
Jú kannski í bata eða ekki veit ekki.
En sá/sú sem hefur verið i minni vigt veit hvað ég er að tala um.

Þetta mun taka enda.
Ég er reyndar ekkert að flýta mér.
Ég mun aftur geta staðið upprétt og labbað eins og venjulega.
Drenin mín sem hafa fylgt mér í 8 daga núna….og vökvinn sem af þeim hefur lekið er komin yfir 1 kíló.
Drenin sem ég set i tösku þegar að ég þarf að hreyfa mig.
Ég tek þessu með jafnargeði.
Því að vera komin á þennan stað í lifinu.
Að vera búin að losa mig útur hryllingi offitunar.
Útúr þessum vítahring sem ég kom mér í.
Ekki með því að sitja sem lufsa í einhverjum sófa og éta……
Heldur voru allskonar atriði sem komu mér á þann stað sem ég endaði á.
Og það sem hefur komið mér á þennan stað sem ég er núna á er KÆRLEIKUR.
Að finna trúnna á sálfa sig.
Fara áfram einn dag í einu með að hrósa sjálfri sér.
Ekki niðurægja, ekki dæma, ekki pota…..ekki vorkenna sjálfri sér.
Heldur trúa því að allt sé hægt 🙂

Offita er ekki megrunar vandamál sem hægt er að losa sig úr mð kúr né átaki.
Sjúkleg offita þarnast kærleiks.
Og það er hægt að fá hjálp.
Bara vera opin fyrir því að þú getir…

ÉG-GET-SKAL og ætla ❤

 

10 athugasemdir við “Dagur átta.

  1. Ég dáist svo að því hvernig þú hefur snúið hugsun þinni við til betra lífs. Þetta snýst nefnilega allt um hausinn, hvernig við hugsum. Þú er fyrir mér sönn hetja með kærleikan aðleiðarljósi til þín og annarra.takk fyrir að deila þínum hetjuskap til okkar sem þurfum á því að halda. Ég er ekki offiusjúklingur en þû hefur komið mér af stað í hreyfinu og hugsa jákvæðara og snúið mataræði mînu aftur til hins betra 🙂 takk, takk og gangi þér vel HETJAN mín 🙂

    1. Takk fyrir þetta kærlega ❤
      Mikil hvatning að fá svona skrif.
      Já ég er svo sannfærð að kærleikurinn og væntumþyggjan á sjálfa sig er lykilinn 🙂
      Einn dagur í einu.
      Getum allt sem við viljum ❤
      Og gangi þér vel yndislega kona 🙂

  2. Þú ert alveg einstök Sólveig og svo mikil hvatning fyrir marga…. Gangi þér vel í bataferlinu:)

  3. Sæl Sólveig

    Þú ert ofsadugleg falleg og góð fyrirmynd. Ég dáist af hugrekki þínu og það er ávallt gaman að fylgjast með árangri þínum.
    Gó Sólveig Gó

    Baráttukveðjur Steina 😊

  4. Til lukku Sólveig með árangurinn og lífstílsbreytingar til hins betra og gangi þér allt í haginn ljúfan. Mér finnst þú og skrifin þín mikil hvatning og nú loks dreif ég mig í hreyfingu á ný….og nema hvað … í Heilsuborg 🙂 Ætla að gera mitt besta og auðvitað halda áfram að fylgjast með. Þú ert frábær. Áfram stelpa!! 🙂

    1. Takk fyrir þessi fallegu orð ❤
      Og takk fyrir alla hvatninguna 🙂
      Og ynnilega til lukku með sjálfa þig 🙂
      Og hlakka til að hitta þig í Helsuborginni.
      Þú ert dugleg!
      áfram við 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s