Gleðilegt nýtt ár .

10888239_10152882802250659_1491864664_n

Gleðilegt nýtt ár.

Árið er 2015.

Það er nýjársdagur og það er dásamlegur dagur að renna upp.

Einhvernvegin svo „fresh fresh“

Fyrir utan hvað það er einstaklega fallegt þarna úti núna.

Nýfallinn snjór og logn.

Seljahverfið mitt er fallegt í svona veðri 🙂

Hvað svo ?

Nýtt ár bókin opin og hvað svo.

Hvernig verður þetta allt saman.

Þú lofaðir kannski sjálfri þér að nú væri loksins komn tíminn.

Nýtt ár …nýtt líf 🙂

En hvernig?

Hvað ætlarðu að gera?

Ok jú ætlar kannski í ræktina, borða hollt, og breyta um lífsstíl.

Kanntu það ?

Ég kunni þetta ekki hér áður en lofaði öllu fögru.

Meira að segja keypti árskort í ræktina, henti eitrinu útúr skápunum og hugsaði um breyttan lífsstíl…..meðan að ég byrjaði næstu megrun „jú það er nú jánúar“

Þá eru manni allir vegir færir.

Mætti í ræktina og fékk einn tíma í leiðsögn.

Hélt maganum ógeðslega lengi inni og þóttist kunna þetta allt.

Hér yrði ég næsta árið ….alla daga vikunar jafnvel tvisvar á dag !

Og bíddu við vigt þú munt ekki trúa árangrinum 🙂

Verslaði inn eins og ég ætti heilt „kanínu bú“

Já grænmeti og harkan sex.

Ekki snefill af óhollu kolvetni færi inn fyrir mínar varir.

Lagði fægð á Ítalíu alla leið….jú faðir skrattans „Pastað“

Hvít hrísgjón og kínverjar út um gluggann.
Nammi verksmiðjur landsins legðust nánast af!

Öll fita skorið niður….þurr húð og brakandi þurr augu.

Heilu fjöllin af grænmetinu skorið á diskinn í ÖLL mál.

Hrátt ef ekki “gufusoðið” í mesta lagi!

Já nú mun mörin leka af !

Þetta eru svo óraunhæfar kröfur á stóra feitabollu stelpu.

Stelpu sem misnotaði mat.

Og hélt að með því að hegna mér með einhverjum heraga mundi lífið verða ein sæla.

Í dag skrifa ég niður markmiðin mín.

Þau eru stundum svo agnasmá að það tekur því varla að hafa orði á.

En er það rétt?

Neibb því öll markmið verða að fá að eiga séns .

Og að tikka í boxið…yfir markmiðum sem hafa tekist er hrein alsæla.

Aldrei mun ég svelta mig fyrir kílóa missi aftur.

Og aldrei mun ég stunda leiðinlega líkamsrækt.

Og aldrei aldrei mun ég gefast upp á kærleiknum á sjálfa mig ❤

Breyttur lífsstíll er ekki bara „janúar tilboð“

Heldur ákvörðun á annað líf.

Það fylgja engin loforð um kílóamissi eða minna mittismál.

Og þér er ekki lofað gulli og grænum skógum.

Heldur er þetta eins og að kíkja inn fyrir lokaðar dyr og kynna sér málin…..þú vilt breytingu.

Einn dagur í einu.

Það er lítið um eitur í sápunum þínum 🙂

En mörgu má breyta.

Og gott er að kynna sér hverju þarf að breyta.

Ekki með því að opna skápana og skutla öllu á nýjársbrennuna heldur kynna sér hlutina.

Hvað get ég gert í dag sem gæti hjálpað mér með morgundaginn.

Afhverju gengur öðrum svona dullu vel í þessu öllu en ekki mér?

Þá koma orðin sem ég kyrja svo oft „GET-SKAL-VIL“

Í ár er ég að byrja þriðja árið mitt í þessum breytta lífsstíl:

Sú breyting felst í för með sér að ég er endalaust að fræða sjálfa mig á þvi góða.

Hvað er gott fyrir mig og mína?

Ekki hvað aðrir segja mér að gera.

Við erum öll svo allskonar og verðum að finna okkar „Breytta lífsstíl“

Í dag er góður dagur til að peppa sjálfa sig upp til góðverka .

Það besta sem þú getur gefið sjálfum þér er að hugsa vel um heilsuna þína.

Hún er ekki sjálfgefin ❤

Minn dagur er bara næs….ég veit hvert ég stefni og brosi út að eyrum við flottu nýju ári sem er fullt af tækifærum og gleði 🙂

Njótið dagsins hann er nefnilega ekkert smá dýrmætur alveg „fresh fresh“

2 athugasemdir við “Gleðilegt nýtt ár .

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s