Góðan daginn.
Jæja þá er ég lennt og fer ekkert af þessum klaka meira nema með valdi þetta árið 🙂
Þetta er komið fínt 🙂
Þriggja daga fundur EASO patient counsel í Amsterdam.
Hvað var ég að gera þar?
Hér er síða samtaka http://www.easo.org
Þetta eru samtök lækna og fagfólks um alla Evrópu ásamt Ísrael og Tryrklandi.
Þetta eru fræðimennirnir sem eru að reyna hjálpa okkur offitu sjúklingum um allan heim 🙂
Mér var boðið fyrir tveimur árum að taka fyrst þátt.
Þá af vegum Fagfólks um offitu hér á landi.
Þetta eru samtök lækna og ummönunar aðila sem vinna með EASO og eru aðilar innan þeirra samtaka.
Flest öll Evrópu ríki eru búin að senda sína meðlimi fyrir hönd offitusjúklingana sjálfa.
En ekki öll.
Og er unnið hörðum höndum að fá sem flest Evrópu ríki með i slaginn 🙂
Við offitusjúklingarnir erum stór rödd innan þessa samtaka og vel tekið að móti okkur.
Og okkar vinna er unnin í sjálboðastarfi.
Mörg Evrópu ríki hafa sín samtök offitusjúklinga .
Og eiginlega mjög fá sem ekki hafa starfandi slík samtök.
Engin slík samtök eru starfandi á Íslandi.
Og næsta mál á dagskrá er að stofna slík samtök.
Þau Evrópuríki sem hafa slík samtök eiga auðveldara með að ferðast og taka átt í allskonar ráðstefnum um allan heim tengt offitunni.
Því þá eru slík samtök með betri fjáröflum en ein kona sem bloggar og talar og spjallar um offitu á prenti 🙂
Ísland sárvantar slík samtök.
Og mér bíðst góð faghjálp margra evrópu landa um að stofna slík samtök.
Fer í þetta eftir áramót 🙂
En afhverju þetta brölt?
Afhverju eigum við feitabollurnar ekki bara að þegja af skömm og hlusta hvað læknarnir segja okkur.
Kyngja öllu sem okkur er sagt.
Og bíða hreinlega eftir hinni „kærkomnu megrunarpillu“ sem öllu mun redda 🙂
Hvað erum við að ibba gogg?
Jú við offitu sjúklingarnir erum viðfangsefnið 🙂
Við erum fólkið sem lifir og hrærist í offitunni.
Sum okkar hafa verið í yfirþyngd alla okkar tíð.
Við mörg hver eigum fjölskyldur sem berjast við offituna.
Mörg okkar eigum börn sem þjáðst að offitu.
Höfum mörg hver verið börn og lifað af „offitu skömmina“
Okkar raddir þurfa heyrast.
Við náðum góðum árangri í Amsterdam þótt tíminn hafi verið stuttur.
En helsta mál á dagskrá er VIRÐING.
Og að eiga við fordómana.
Bæði innan samfélagsins og fagfólks.
Það þarf fræðslu.
Við þurfum að leggja betri grunn fyrir nýútskrifaða lækna.
Hvernig á að koma fram við offitusjúkling ?
Margir læknar eru hreinlega á miklum villigötum þar.
Ekki bara hér á landi.
Og sögurnar eru sláandi sem ég hef fengið að heyra um hvernig komið er fram við fólk.
Það nær engin neinum árangri með árasir á fólk.
Þannig upplifa margir offitu sjúklingar heimsóknir á læknastofur víða um heim.
Og margir hverjir fara ekki til lækna fyrr en of seint….því það byggist upp kvíði eftir heimsókn sem ekki hefur farið vel.
Offitan er ekki feimnismál og má ekki vera það.
Offitan er svo allskonar.
Offitan hefur marga anga.
Og oft erfitt að eiga við.
Því engin einstaklingur er eins.
En ég get fullyrt það …að engin af okkur hafði það markmið að verða offitu sjúklingur.
Það er ekki markmið hjá neinum sem ég hef hitt sem berst við offituna.
Orðin offitusjúklingur.
Ég var svolítið lengi efins.
því ef offitusjúklingur sem þjáist af allskonar kvillum tengt offitunni og er hreinlega orðin veikur af afleiðingum hennar.
Hvað þá með fólk sem nær tökum á offitunni?
Og er ekki lengur veikt.
Jú þú getur verið með sjúkdóm á þess að vera veikur.
Ég er með MS sjúkdóminn.
Og oft á tíðum verið mikið veik.
En í dag er ég með sjúkdóminn en ekki veik.
Sama á við með offituna.
Ég er ennþá offitusjúklingur.
En ég er ekki lengur veik vegna offitunar.
Það gerist ekki af sjálfum sér að vera hraustari.
Það er mikil vinna og út lífið að hugsa um sjálfa sig.
Í dag á þetta hug minn nærri allan.
Og hef mikinn áhuga á þessu öllu saman.
Í dag er ég sitjandi varamaður í stjórn „Patient councel EASO samtakana“
Átti bara að vera varamaður sem kæmi inn ef einhver dettur út.
En eftir þennan fund vilja þessar elskur hafa mig með 🙂
Ég er þakklát og bara stolt.
Ég er komin með aðgang inn í „Patient councel EASO“ twitter acount.
Og má byrja twitta um offituna og því tengdu að vild á ensku.
Við erum þrjú innan samtakana sem fá að gera það 🙂
Já þótt skrif mín séu á íslensku hafa þau náð ut fyrir landssteinana.
Þökk sé „google translate“ og http://www.sayhitranslate.com/
Eins og ég segi alltaf „ALLT ER HÆGT“
Bara aldrei gefast upp ❤
Njótið dagsins.
„En ég get fullyrt það …að engin af okkur hafði það markmið að verða offitu sjúklingur. Það er ekki markmið hjá neinum sem ég hef hitt sem berst við offituna.“ Svo satt. Það er svo innilega ekki á markmiðalista neins að verða of feitur. Þetta er allt af sama meiði – fíkn – með einum eða öðrum hætti.
Þú ert mögnuð, já og þið öll sem vinnið í þessum samtökum.
Takk fyrir falleg orð 🙂
Vinnum að þessu öllu saman og þá tekst okkur allskonar 🙂
Opna upræðu um offituna.
Og hætta bera skömmina í hljóði .
Hreysti og heilbrigði á að vera markmiðið.