Fyrir viku síðan áttum við svo gullfallegan dag í London 🙂
Góðan daginn.
Jæja komin mánudagur 😉
Hér skín sólin ennþá og hitastigið þennan morguninn við morgunverðar matinn minn um 20 gráður.
London búið að vera sýna mér hve ljúf hún er á góðu sumri.
Í gær fór athöfnin fram og Aminata gerði mig af guðmóður .
Við vinkonurnar tvær grétum úr okkur augun ….að sjá litla engilinn
með bros út að eyrum.
Hún hafði aldrei farið í svona falegt dress og hljóp um og snéri sér í hring og sendi fingurkossa út um allt.
Hún er svo hamingjusöm og smitar endalausa gleði út frá sér.
Litla fallega Aminata sem hefði ekki átt neina framtíð ….en framtíðin er björt í dag.
Þessi gullmoli var sendur til okkar 😉
Og fyrir það er ég endalaus hamingjusöm.
En lífið í stórborginni heldur áfram 😉
Og ég er með tvær unglingsstúlkur í London gleðinni núna.
Þær eru í stuði og þjóta í lestarnar og kíkja í stóru búðirnar hlæja og hafa gaman.
Mín dóttir öllu vön í London og elskar að taka vinkonu með í gleðina.
Lífið er ljúft og ég ætla njóta síðustu dagana hérna og velta því fyrir mér …..hvernig kemst ég aftur út.
En þá bara aðra leiðina 🙂
Njótið dagsins.