Góðan daginn
Þegar að samningur er gerður. Þá er ætlast til að maður standi við samningagerð sína ég gerði með mér samning fyrir tveimur árum, ég var komin með nóg.Tók í hendina á sjálfri mér og lofaði að taka sjálfan mig í gegn. Ég skráði mig á árs námskeið hjá Heilsuborg í Heilsulausnum.
Ætlaði að taka það ár með trompi og standa mig 100% það var mitt loforð. Eftir það var samningurinn útrunninn. Og ef mér líkaði ekki þetta nýja líf.
Taka mataræðið í gegn og hreyfa mig…..færi ég aftur í gamla farið.
En yrði að undirbúa aumt líf.
Það sem heilsan var orðin arfaslæm!
Árið var tekið með stæl.
Samningurinn stóðst 100%
Og svo kom endurmatið
Ég ákvað að taka ár í viðbót .
Sá samningur endar í april á þessu ári
Og ég er nokkuð viss að nýr samningur verður handsalaður á sjálfri mér á þeim tímapunkti.
Það er gott að gera þetta svona.
Nýr lífsstíll.
En alltaf má snúa til baka
Það koma dagar þar sem ég er alveg „Emma öfugsnúna“
Og hugsa …hvað ertu að gera kona!
Heldurðu að þetta sé bara í lagi….öll þessi hreyfing og puð
Allt þetta matarstúss
En þá hugsa ég til samningana sem ég hef lofað sjálfri mér með.
Ég þoli ekki að svíkja.
Og alveg sama hvað púkarnir lokka mig með….
Ég sleppi aldrei æfingu!
Það er ekki í boði.
Þarf að vera verulega veik bara ef ég kemst ekki í gallann
Prufaðu lesandi góður að gera með þér samning
Það virkar ef maður ætlar sér .
Því engin vill svíkja sjálfan sig .
Og svo er að halda út þá samningagerð sem maður lofar með sjálfri sér
Þetta er stór áskorun…en drullu fín
Og gaman að fara yfir ársverk í lok tímans
Ég er komin í gallann ..en ekki hvað
Laugardagsfjör framundan í ræktinni….
Það eru frábærir tímar og mikið tekið á.
Eigið góðan dag