Lax og gott meðlæti.

Kvöldmaturinn. Ofnbakaður Lax …..kryddaður með hreinum sítrónusafa , salt og pipar. Þurrsteiktum furuhnetum, cashnewhnetum og fersku Mangó. Smá sweet chilli sósa frá Lifandi markaði á toppinn. Stappað Avacado með blönduðum piparkornum. Ofnbakað grænmeti . Lax er hollur og góður . Og alveg einstaklega góður. Þetta er hrein alsæla 🙂 Halda áfram að lesa: Lax og gott meðlæti.

Hörpudiskur með turmenik blómkálsgrjónum.

Kvöldmaturinn léttur og góður.Fínt svona eftir Páska 🙂Hörpudiskur með turmenik blómkálsgrjónum.Hörpudiskurinn.Gul paprikaVorlaukurFerskt MangoHvítlaukur1 tsk. smjör1msk. matreiðslurjómiSalt og piparSkera grænmetið smátt .Steikja á pönnu og leggja til hliðar.Þá er að bræða smjörið og bæta hvítlauknum við ( merja hann vel) .Steikja fiskinn og blanda svo öllu saman.Blómkálsgrjónin Blómkálið rifið og sett í sjóðandi vatn með grófu salti og turmenik.Soðið í 3 min.Láta leka mjög vel vatnið af … Halda áfram að lesa: Hörpudiskur með turmenik blómkálsgrjónum.

Ofnbakað grænmeti með chilli og pasta.

Kvöldmaturinn. Ofnbakað grænmeti. Kúrbítur Eggaldin Rauð paprika Blómkál Rauðlaukur Gulrætur Rauður chilli Creola krydd Chilli salt Mulin pipar Sletta af olíu Allt í eldfast mót og bakað . Rjóma pasta. Steikja sveppi úr ísl. smjöri…sparlega  Krydda með salt-pipar-creola krydd Rífa niður Parmesan. Bæta út í . Vatn og grænmetiskraftur. Matreiðslurjómi. Fékk mér eina matskeið af þessari sósu . Himneskt. Hætti mér ekki í meira . … Halda áfram að lesa: Ofnbakað grænmeti með chilli og pasta.

Líbanskt hlaðborð á Páskadegi.

Í kvöld vorum við fjölskyldan boðin í Líbanskt hlaðborð hjá kærum vinum.Líbanskur matur er eitt það besta í heimi hér.Og mikið sem ég sakna þess að geta ekki sest inn á góðan Líbanskan veitingastað í Reykjavík.Maturinn er allur svo ferskur , bragðmikill og framandi.Hlaðborð eru líka alltaf skemmtileg 🙂Myndirnar tala sínu máli.Og mæli ég með að fólk prufi Líbanskan mat á ferðalögum erlendis.Og vona ég að … Halda áfram að lesa: Líbanskt hlaðborð á Páskadegi.

Léttur kvöldverður….talið í páskaeggið :)

Kvöldmaturinn .Léttur kvöldmatur.Tvær speltkökur með  Avacado Mango Hráskinku Rauð Paprika Rautt chilli Melóna og tvö linsoðin egg. Fínt að fara létt inn í páskana. Matarboð á morgun og mikil tilhlökkun. Líbanskur og íslenskur matur  Alltaf jafn gott  Nú svo er páskaeggið alveg að fara detta inn !! Njótið kvöldsins . Halda áfram að lesa: Léttur kvöldverður….talið í páskaeggið 🙂

Hamborgari grillaður í kafsnjókomu.

Flott hugmynd af kvöldmat.Kósí í sumarbústað á föstudaginn langa.Grillað í kafsnjókomu 🙂En maður bara vonar að vorið detti inn …….Hamborgari frá Þín Verslun klikkar aldrei.Kryddað með creola kryddi , salti og pipar.Dásamlegt með grilluðum Haloumi .Avacado mauk með grófu salti.Grilluð paprika og sveppir.Grænmeti og sósa úr sýrðum rjóma og sollu tómatsósu.Þetta var alveg sælgæti.Mæli með brauðlausum borgara fyrir þá sem eru að passa upp á … Halda áfram að lesa: Hamborgari grillaður í kafsnjókomu.

Sumar og sól í páskahretinu.

Kvöldmaturinn. Ulla bara á veðrið og bý til Tropical stemmingu á matardiskinn 🙂 Speltkaka með Hörfræjum. Egg Parma skinka Gúrka Vorlaukur Avacado Feta Mango Jarðaber Melóna Alveg jummí alla leið 🙂 Svona matur er svo mikill gleðigjafi. Maður er pakksaddur en samt allt svo létt og gott. Um að gera njóta og láta sig dreyma um sól og sumar Hugsa vel um sjálfan sig…sumarið er … Halda áfram að lesa: Sumar og sól í páskahretinu.

Rækjur á spínatbeði með steiktu grænmeti .

Kvöldmaturinn.Rækjur á Spínatbeði.Rækjur Mango Avacado Sítrónusafi Skera avacado og mango í litla bita. Kreista sítrónusafa yfir Rækjurnar og bæta avacado og mango úti. Hræra vel. Setja yfir ferskt Spínat. Steikt grænmeti með Balsamik gljáa frá Sollu. Hrikalega gott og fékk mér helling af grænmetinu í viðbót  Allir bragðlaukarnir á fullu í kvöld…elska svona gúmmulaði. Grænmetið. https://www.facebook.com/photo.php?fbid=300568393424095&set=a.206965942784341.1073741840.178553395625596&type=1&theater Halda áfram að lesa: Rækjur á spínatbeði með steiktu grænmeti .