Ekki fá móral af ofáti.

I-regret-nothing-550x359

Góðan daginn.

Áður en ég breytti um lífsstíl og fór að virða mat og læra umgangast mat…..var ég algjör fallisti og offæta.
Ég ætlaði ekki að klára allt nammið, ísinn, matinn, kökuna, fjölskyldu pakkninguna af gestanamminu.
En ég fór á neikvætt flug í höfðinu….og sprakk…féll.
Þannig leið mér alltaf fallin.

Ég var með svo brenglað skyn á mat.
Notaði sem svipu og verðlaun….stundum saman.
Svo virðingin fyrir mat var farin.
Ég át kannski stykki 10 úr stórum Hraun kassa….fann ekki bragðið lengur.
Heldur var fallin…..búin að opna pakkann og gúffa í mig….svo „kláraðu þá bara pakkann….feitabollan þín“

Úff….þetta að díla við var það erfiðasta.
Að koma mér út úr þessum neikvæða viðhorfi gagnkvæmt mat.
Hreinlega lífshættulegt ástand.
Svona erum við mörg hver þarna úti.

Í dag fæ ég mér kannski Hraun úr fjölskyldu kassa.
En þá er það einn lítill biti.
Ég þurfti að æfa mig upp í þetta….að geta slept orðinu „fallin“
Og sagt „en gott….og látið þar við sitja“
Ég þurfti líka að læra að súkkulaði er bara ekkert bannað punktur og basta 🙂
En að læra njóta ❤
Ekki hegna.
Og að fara yfir í dökkt súkkulaði ….taka ákvörðun um 1-2 bita „njóta“ og láta þar við sitja.
Eiga til súkkulaði …..og hugsa fallega til.
Ekki nota súkkulaði sem „fall“ og misnota hreinlega.
Þetta á við svo margt í sambandi við fæðuna mína reyndar.

Nota fæðuna í dag sem næringu.
Að næra sig vel 🙂
Ekki misbjóða né misnota.
Ekki hegna mér með mat….og ekki verðlauna mig með risa skammti af einhverju sem kemur mér í eitthvað neikvætt ástand.
Þetta er ekki eitthvað sem maður vaknar upp með og er með þetta.
Ég þarf að eiga við svona hugsanir daglega.
Búin að finna út hvernig hægt er að lifa í sátt og samlindi með fæðunni.
Það er ekkert auðvelt.
Og erfitt fyrir fólk að skilja sem ekki hefur svona neikvætt samband við mat.
Sá sem er of feit/ur er oft fastur í stórum vítahring….og svipan fer í hringi.

Þessu þarf að breyta 🙂
Og förum fram af kærleik ❤
á sjálfa okkur og náungan.
Sýnum umburðarlyndi gagnkvæmt þeim sem á við svona vandamál að stíða.
Þetta er ekki auðvelt.
Og það er ekkert auðvelt að skrifa þetta.
Við erum svo oft dæmd við feita fólkið.
Og skömmin sem fylgir svona líferni er slæm.
Við ætlum alltaf að gera betur….á morgun.
En lendum svo kannski í vítahring.
Og oft fylgir þessu heilsubrestur.
sem í kjölfarið kallar á læknisheimsóknir og lyf…og nóg af þeim.
Það er hægt að komast upp úr svona ástandi.
En með mikilli þolinmæðisvinnu og endalausum kærleik á sjálfa sig.

Jæja gott fólk….ég þarf að minna mig vel á þetta ástand svona rétt þeegar að jólin eru að skella á.
Ég er ekki fallin….þótt ég borði.
Hafa stjórn á huganum og vilja sjálfri sér það besta….það er eina sem hefur virkað á mig 🙂

Komin í gallann….Heilsuborgin kallar 🙂
Föstudagur og mikil gleði..rífa í lóðin og njóta 🙂

Njótið dagsins ❤

Færðu inn athugasemd